Skráning á póstlista

Fáðu sendar tilkynningar og fréttir af starfi Matvis

Sigur í Hæstarétti

Ráðningarsamningar / Dómur Hæstaréttar

Það er mjög algengt að fyrirtæki og starfsmenn geri ekki skriflegan ráðningarsamning eins og skylt er samkvæmt kjarasamningum og og lögum. MATVÍS hefur ítrekað bent aðilum sem leita til skrifstofunnar á skyldu aðila að gera skriflega ráðningarsamninga og að launamenn geti leitað til félagsins með slíka samninga til yfirlestrar.

Nánar...

Aðalfundur og afmælishátíð myndir

Aðalfundur MATVÍS var haldinn 6. apríl síðastliðinn.  Einnig var afmælishóf í tilefni 20. ára afmælis félagsins.
Hér má sjá myndir frá fundinum og hófinu. 

Aðalfundur og afmælishátíð

Miðvikudaginn 6 apríl 2016 verður aðalfundur MATVÍS haldin á Hótel Hilton Nordica. Einnig afhendum við þeim nýsveinum sem luku sveinsprófi í desember og janúar sveinsbréf.

Að lokinni afhendingu sveinsbréfa er boðið  til móttöku í tilefni 20 ára afmælis Matvæla- og veitingafélags Íslands.

Nánar...

Fréttatilkynning frá ríkissáttasemjara Reykjavík 19. mars 2016

Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilu Ríkissáttasemjari hefur í dag lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu í Straumsvík og viðsemjenda þeirra. Samningsaðilar sem um ræðir eru annars vegar Verkalýðsfélagið Hlíf, VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, FIT Félag iðn-og tæknigreina, VR og MATVÍS.Hins vegar Samtökatvinnulífsins fyrir hönd Rio Tinto Alcan (ISAL).

Nánar...