Fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 10:00 verður opnað fyrir bókanir á orlofshúsum MATVÍS um páskana. Fyrirkomulagið fyrstur kemur – fyrstur fær gildir um þessar bókanir.
Bókað er á Orlofshúsavefnum.
Páskavikan er frá 27. mars -3. apríl.
Orlofshús félagsins á Íslandi
- Grímsnes nr. 1
- Grímsnes nr. 2
- Svignaskarð nr. 1
- Svignaskarð nr. 2
- Akureyri Kristjánshagi, íbúð 101
- Akureyri Kristjánshagi, íbúð 102
Á sama tíma, 1. febrúar, verður opnað fyrir leigu á orlofsíbúðum MATVÍS á Spáni fyrir veturinn 2024 til 2025. Þau hús verður hægt að bóka fram að páskum 2025.