Sameiginlegar reglur vegna veikindaréttar hjá MATVÍS.

  • Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á föstum launum fyrir hvern unnin mánuð.
  • Eftir eins árs starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á föstum launum.
  • Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda tveir mánuðir á föstum launum.
  • Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, tveir mánuðir á föstum launum og einn mánuður á dagvinnulaunu.
  • Forfallist starfsmaður af völdum slyss við vinnu eða slasast á beinni leið til eða frá vinnustað og eins ef starfsmaður veikist af atvinnusjúkdómi, skal hann halda dagvinnulaunum í þrjá mánuði umfram áunninn rétt.
  • Læknisvottorð
    Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs er sýni að starfsmaður hafi verið óvinnufær vegna veikinda eða slyss.Vinnuveitandi greiði læknisvottorð, að því tilskildu að veikindin hafi verið tilkynnt vinnuveitanda þegar við upphaf veikinda.
  • Fæðingarorlof og mæðraskoðun
    Um fæðingar-og foreldraorlof fer skv. lögum nr. 95/2000
    Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án frádráttar á föstum launum þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.