Í 15. grein reglugerðar sjúkrasjóðs segir, um reglur um dánarbætur vegna andláts félaga.

15.1     Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 520.000 enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi i a.m. 6 mánuði þegar dauða hans bar að höndum eða þrjú ár eftir starfslok sökum aldurs eða örorku eftir 10 ára félagsaðild fyrir starfslok.

15.2     Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 390.000 sé félagsmaður 70 ára eða eldri þegar andlát hans ber að, enda hafi viðkomandi verið félagsmaður s.l. 10 ár fyrir starfslok.

15.3     Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 180.000 sé félagsmaður 75 ára eða eldri þegar andlát hans ber að, enda hafi viðkomandi verið félagsmaður s.l. 10 ár fyrir starfslok.

15.4     Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 100.000 sé félagsmaður 80 ára eða eldri þegar andlát hans ber að, enda hafi viðkomandi verið félagsmaður s.l. 10 ár fyrir starfslok.

15.5     Vegna andláts greiðandi sjóðsfélaga greiðast dánarbætur sem eru 80% af meðaltali heildarlaun síðustu þriggja starfsmánaða fyrir andlát.

15.6     Dánarbætur greiðast ekki ef dánarbætur eru greiddar úr slysatryggingu launþega eða skv. skaðabótalögum.