Skilyrði: Að umsækjandi hafi greitt í sjóði félagsins í a.m.k. 12 síðustu mánuði.

Sjúkrasjóði er heimilt að taka þátt í kostnaði félagsmanna vegna kostnaðarsamra læknisaðgerða.

Styrkurinn er metinn hverju sinni en er þó aldrei hærri en 40% af útlögðum kostnaði, hafi kostnaður verið hærri en kr. 100.000.

Útlagður kostnaður reiknings verður að vera a.m.k. 100.000 kr. til að hann teljist styrkbær.

Ekki er þó greiddur hærri styrkur en sem nemur kr. 110.000, auk ferðakostnaðar sé um slíkan kostnað að ræða.

Styrk samkvæmt þessari reglu er að jafnaði ekki hægt að veita sama félagsmanni nema einu sinni á þriggja ára tímabili.

Í þennan flokk falla líka þessir styrkir:

  • Laser augnaaðgerð
  • Augasteinsaðgerð
  • Dvöl á heilsustofnun
  • Æðahnútaaðerðir

Ath: Kostnaður vegna tannlækninga er ekki styrktur af sjóðnum.