Heimsþekktur sérfræðingur í viský með Masterclass

Amma Don/ÓX í samstarfi við Iðuna fræðslusetur býður upp á Masterclass um viský með hinum heimsþekkta sérfræðingi Koray Ozdemir.

Námskeiðið fer fram á ÓX og þar deilir Koray aðferðum sínum í því að greina bragð, eiginleika og gæði ólíkra viskýtegunda.

Koray Ozdemir er heimsþekktur sérfræðingur í viský og var heiðraður fyrir framlag sitt á síðasta ári sem alþjóðlegur sendiherra viskýtegunda. Námskeiðið fer fram á ensku.