Heimildamyndin Frægð og frami í Sacramento verður frumsýnd í Húsi fagfélaganna laugardaginn 20. apríl næstkomandi. Í myndinni er landsliði íslenskra kjötiðnaðarmanna fylgt eftir á sitt fyrsta heimsmeistaramót, sem haldið var í september 2022 í Sacramento í Kaliforníu.
Myndin er eftir Brynjar Snæ og Franz Ágúst Jóhannessyni en þeir fylgdu landsliðinu eftir í níu mánuði áður en liðið hélt á vit ævintýranna.
Hús fagfélaganna er á Stórhöfða 31 en athugið að gengið er inn Grafarvogsmegin. Húsið verður opnað klukkan 14:00.
Ókeypis er á sýninguna en landsliðið mun á staðnum selja léttar veitingar til að fjármagna næsta verkefni liðsins. Næsta heimsmeistaramót fer fram í París 2025.