Umsóknir um orlofshús í sumar

Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun orlofshúsa félagsins fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi, klukkan 10:00. Sumartímabilið að þessu sinni er frá 7. júní til 30. ágúst.

Hægt verður að sækja um til 29. febrúar. en úthlutun fer fram 1. mars. Opnað verðu fyrir ógreiddar leigur og laus tímabil 18.mars og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

MATVÍS á tvö sumarhús í Grímsnesi, tvö í Svignaskarði í Borgarfirði og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi í Kristjánshaga 2 á Akureyri. Hægt er að sækja um þessar eignir fyrir sumarúthlutun en auk þess á félagið íbúð í Ljósheimum í Reykjavík.

Punktastaða ræður úthlutun

Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um orlofshús á sama tíma fær sá húsið sem á fleiri punkta. Fái félagsmaður orlofshús/-íbúð yfir sumarmánuðina dragast punktar frá eftir því hvenær sumarsins leigan fer fram.

Dæmi: Vegna leigu fyrstu vikurnar í júní og síðustu vikunnar í ágúst dragast tólf punktar frá. Eftir því sem nær dregur háanna tíma hækkar punktafrádráttur og verður að hámarki 36 punktar þ.e. innvinnsla þriggja ára (3 x 12 punktar).

Íbúðin í Ljósheimum er nýuppgerð.