Ársfundur Birtu verður haldinn 23. apríl nk. kl. 17:00 á Hótel Reykjavík Grand, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.
Á dagskrá eru hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt grein 6.5. í samþykktum Birtu sem aðgengilegar eru á heimasíðu sjóðsins.
Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi undir önnur mál, þurfa samkvæmt samþykktum að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Fundargögn verða aðgengileg á vef Birtu, birta.is. Fundurinn verður auk þessa fundarboðs auglýstur í dagblaði, útvarpi og á vefsíðu sjóðsins en vakin er athygli á því að ekki verða send út fundarboð á pappír.