Dagpeningar greiðast frá þeim tíma að lögboðinni eða samningsbundinni kaupgreiðslu frá atvinnurekanda lýkur. Endurnýja þarf umsókn um dagpeninga við lok bótatímabils, (sem er 120 dagar) vari veikindi áfram. Sjóðstjórn metur hvort greitt er lengur en eitt bótatímabil og hvaða dagpeningar séu þá greiddir.
- Upphæð dagpeninga skal tryggja tekjutap sjóðsfélaga og skal miðast við 80% af meðallaunum viðkomandi síðustu 12 mánuði fyrir veikindi, skv. iðgjaldayfirliti til styrktarsjóðs. Mánaðarleg greiðsla samkvæmt þessari reglu getur þó ekki numið hærri upphæð en kr. 861.879 á mánuði ( frá janúar 2024 ).
- Sé um að ræða greiðslu vegna tímabundinnar örorku er heimilt að skerða bætur sjúkrasjóðs sem því nemur. Sjúkra- eða slysadagpeningar Tryggingarstofnunar skerða ekki dagpeninga sjúkrasjóðs.
- Vegna langvarandi veikinda maka eða barna enda missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra. Sé um veikindi barna að ræða þá hafi 12 daga rétturinn verið fullnýttur, og maki eigi ekki tök á að annast barnið. Vegna veikinda maka skal við það miðað að veikindi hafi staðið í amk 2 vikur.
- Heimilt er sjóðstjórn að greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki vegna sjúkdóms eða slyss stundað fulla vinnu.
- Eftir að greiðslu dagpeninga úr sjúkrasjóði lýkur, öðlast sjóðfélagi ekki rétt á greiðslum úr sjóðnum að nýju fyrr en 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu greiðslu.
- Dagpeningar greiðast ekki þegar um varanlega örorku eða ellihrumleika er að ræða.
- Viðkomandi getur auk þess átt rétt á sjúkra- eða slysadagpeningum frá Tryggingarstofnun ríkisins.
- Viðtal við starfsendurhæfingarráðgjafa: Félagsmenn er fá greidda sjúkradagpeninga ber að mæta í viðtal hjá ráðgjafa starfsendurhæfingarsjóðs verði þess óskað.
- Launaseðlar: Heimilt er að óska eftir launaseðlum síðustu mánaða. Dagpeningar greiðast frá þeim tíma að lögboðinni eða samningsbundinni kaupgreiðslu frá atvinnurekanda lýkur.
- Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
- Sjúkradagpeningavottorð frá lækni
- Vottorð launagreiðanda