IÐAN fræðslusetur stendur þann 6. mars fyrir spennandi námskeiði sem hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að bæta við sig þekkingu í matreiðslu á grænmeti og plöntufæði – eða vegan.
Námskeiðið snýst í grunninn að grænmetiseldamennsku og alla þá möguleika sem slík fæða býður upp á. Megináhersla verður lögð á hollustu, innblástur og næringargildi – og samsetningu réttanna. Einnig verður farið yfir framsetningu og auðveldar leiðir til að gera réttina spennandi og girnilega. Meðal þess sem verður farið yfir eru uppskriftir og góð ráð fyrir veganrétti, grænmetisrétti, sósur, ídýfur, grauta, brauð, kex og eftirrétti.
Ylfa Helgadóttir kennir námskeiðið en hún hefur mikla reynslu frá hinum ýmsu veitingastöðum auk þess sem hún hefur unnið til margra verðlauna með Kokkalandsliðinu.
Hér má lesa nánar um námskeiðið, sem hefst 6. mars klukkan 16:30.
Tvö námskeið til viðbótar eru á dagskrá IÐUNNAR í matvæla- og veitingagreinum í mars. Annars vegar er um að ræða námskeið í ostagerð, 9. mars. Hins vegar er námskeið í leiðtogahæfni og jákvæðni, sem kennt verður 19. mars. Nánari upplýsingar hér.