Frá og með 1. maí 2024:

  • Grunnréttur 25 dagar 10,64%
  • Eftir þrjú ár í iðninni 27 dagar 11,59%
  • Eftir þrjú ár hjá sama vinnuveitanda 29 dagar 12,55%* 
  • Hjá sama vinnuveitanda í fimm ár 30 dagar 13,04%

*Sá sem öðlast hefur 29 daga rétt, glatar honum ekki þó svo hann skipti um vinnustað.

Samkvæmt orlofslögum skal orlof veitt í einu lagi á tímabilinu 2. maí til 15 september.

Þeir sem samkvæmt ósk vinnuveitanda fá ekki 21 dags sumarleyfi á tímabilinu 2. maí til 30. september, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofsins, sem veittur er utan ofangreinds tíma.