
Í nýjum kjarasamningi MATVÍS við Samtök atvinnulífsins er að finna mikilvægar breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu.
Með samþykkt samninganna verður fullur vinnutími í vaktavinnu 166,5 tímar á mánuði. Öll vinna umfram þessar vinnustundir telst sem yfirvinna.
Formaður félagsins Óskar Hafnfjörð Gunnarsson fer hér yfir þessar breytingar í stuttu myndbandi. Ekki hika við að hafa samband við Fagfélögin ef eitthvað er óljóst.
Við minnum á að atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir. Hér fyrir neðan má sjá kynningu Fagfélaga á samningunum í heild.