Á laugardaginn fer fram matreiðslukeppni í Menntaskólanum í Kópavogi þegar sem matreiðslumenn og nemar keppast um að búa til rétti úr vannýttu hráefni. Keppendur munu þar etja kappi um nafnbótina Besti kokkur norðurskautsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu. Að þessu sinni verður unnið með lambaslög, saltfisk og skyr sem aðalhráefni en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun afhenda verðlaun að keppni lokinni.
Keppnin heitir Arctic Young Chefs Tournament og er hátíð nýsköpunar og hæfileika í matreiðslu frá Norður-Atlantshafssvæðinu. Þar koma saman upprennandi ungir kokkar og mataráhugamenn til að sýna færni sína og sköpunargáfu á norðurslóðasviði. NORA (Norræna Atlantssamstarfið) stendur fyrir keppninni í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi.
Keppnin hefst klukkan 11:00 en fyrstu réttum verður skilað kl. 13:00. Verðlaun verða afhent klukkan 16:00.