Bakarar: Þeir sem búa meira en 1km. frá vinnustað fá greitt akstursgjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins á leið til og frá vinnu, allt að 35km.
Kjötiðnaðarmenn: Vinnuveitandi getur séð starfsmönnum, sem búa fjær vinnustað en 2 km. fyrir akstri, greitt akstursgjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins eða 2 ½ startgjald leigubifreiða.
Framreiðslumenn og Matreiðslumenn: Vinnuveitandi greiðir 2 ½ startgjald .Þá er vinnuveitanda heimilt að flytja starfsfólk á eigin kostnað ef hann óskar.
Allar ofanskráðar greiðslur og akstur miðast við að almenningsvagnar gangi ekki á tímum þegar farið er til eða frá vinnu.
Ákvæðin ná ekki til starfsmanna sem búa utan þess byggðarlags þar sem vinnuveitandi hefur starfsstöð og í byggðarlögum þar sem almenningsvagnar ganga ekki. Líta skal á Stór Reykjavíkursvæðið sem eitt byggðarlag.