Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k.  12 síðustu mánuði.
Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.  Sækja verður um styrk til Sjúkratrygginga íslands (SÍ).
Hafni SÍ greiðslu er greitt fyrir 40 til 100 km kr. 5500, 100 til 250 km. kr. 11.000, 250 til 400 km. kr. 18.700 og 400 km og lengra kr. 30.000.  Hámark er greitt fyrir 10 ferðir á ári.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

  • Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.
  • Afrit af höfnunarbréfi SÍ.