
Klúbbur matreiðslukeppninnar stendur dagana 11.-13. apríl fyrir keppnunum Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins. Keppnirnar fara fram í IKEA.
Forkeppni í Kokkur ársins verður haldin í dag, fimmtudag en þá kemur í ljós hverjir komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer á laugardag. Þá verður jafnframt tilkynnt um þau hráefni sem keppendur skulu nota.
Keppendur í forkeppni um Kokk ársins:
- Wiktor Pálsson – Speilsalen
- Ísak Aron Jóhannsson – Zak veitingar
- Gudmundur Halldor Bender – Flora veitingar
- Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar
- Hinrik Örn Halldórsson – Flóra Veitingar
- Angela Figus – Fjölsmiðjan
- Bjarni Ingi Sigurgíslason – Kol
Á morgun, föstudag, verður í fyrsta sinn haldin keppnin Grænmetiskokkur ársins. Keppendur hafa fimm klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 5 mínútna millibili. Eldaður er þriggja rétta matseðill fyrir 12 manns.
Keppendur í Grænmetiskokki ársins eru:
- Bjarki Snær Þorsteinsson, Lux veitingar
- Bjarni Haukur Guðnason, Hvíta húsið
- Kristján Þór Bender Eðvarðsson, Bláa Lónið
- Þórarinn Eggertsson, Smakk veitingar
- Monica Daniela Panait, Hótel Geysir
Úrslit í báðum keppnum verða tilkynnt í IKEA eftir kl. 18:00 á laugardaginn.
Meðfylgjandi mynd er frá keppninni í fyrra.