Gullverðlaun í fyrstu keppnisgrein

Óhætt er að segja að íslenska kokkalandsliðið hefji keppni á ólympíuleikunum í Suttgart af krafti. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í fyrstu keppnisgreininni, sem fram fór í gær.

Keppnisgreinin í gær kallast Chef’s table en þá framleiða liðin sjö rétta matseðil fyrir tólf gesti. Í dag fer fram keppnisgreinin Restaurants of nations, sem er þriggja rétta kvöldverður fyrir 110 gesti.

Fram kemur í tilkynningu að góður andi sé í hópnum eftir gærdaginn. „Íslenska kokka­landsliðið sam­an­stend­ur af reynslu­miklu keppn­is­fólki og ein­stak­ling­um sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stór­móti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jó­hanns­son. Ísak hef­ur verið í landsliðshópn­um síðan 2019. Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir er landsliðsþjálf­ari hún var liðstjóri í landsliðshópn­um sem náði þriðja sæti á síðustu Ólymp­íu­leik­um árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.“

MATVÍS fjallaði ítarlega um undirbúning landsliðsins á síðunni hér á dögunum. Liðið hefur æft af kappi í Húsi fagfélaganna undanfarnar vikur og mánuði.

Hér má lesa viðtal við Snædísi landsliðsþjálfara.