Kjarasamningur MATVÍS og SA samþykktur

Félagsmenn hafa í atkvæðagreiðslu samþykkt kjarasamning MATVÍS og SA, sem skrifað var undir í Karphúsinu 9. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðslu lauk í dag, klukkan 14:00. Ríflega 80% þátttakenda samþykktu samninginn.

Samningurinn gildir til fjögurra ára og tekur gildi frá 1. febrúar síðastliðnum.