Dómara- og keppnisnámskeið í framreiðslu

Í lok janúar kemur frameiðslumeistarinn Heine Egelund til landsins á vegum IÐUNNAR fræðsluseturs. Heine mun halda dómara- og keppnisnámskeið fyrir félagsfólk. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga.

Heine rekur sinn eigin vín- og þjónaskóla í Danmörku þar sem hann menntar og fræðir danska framreiðslumenn. Dómaraskóli Heine er er sá eini sem kennir svona námskeið í heiminum. 

Heine hefur verið yfirþjónn og veitingastjóri á nokkrum af bestu veitingastöðum Danmerkur auk þess að hafa unnið fjölda þjónakeppna, þar á meðal „Nordic waiter of the year“ bæði 2015 og 2016,  hann hefur einnig þjálfað danska keppendur fyrir hinar ýmsu keppnir. 

Námskeiðið hefst þann 31. janúar næstkomandi og er 18 klukkustundir að lengd.