Opið fyrir bókanir á Flórída

Opnað hefur verið fyrir bókanir í hús félagsins á Flórída tímabilið frá 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025.

MATVÍS og Rafiðnaðarsamband Íslands samnýta tvær eignir á Flórída. Um er að ræða hús á lokaðuðu svæði (e. gated community) þar sem hliðvarsla er allan sólarhringinn.

Orlofshúsin eru á tveimur hæðum og eru 5 herbergi í hvoru húsi með svefnplássi fyrir 10 manns.

Frá Orlando International Airport (MCO) tekur um 40 mínútur að keyra á orlofssvæðið (u.þ.b. 55 km).

Bókanir fara fram á Orlofsvefnum