Vaktaálag greiðist á þann hluta 36 virkra vinnustunda að meðaltali á viku, sem falla utan tímabilsins kl. 08:00 – 17:00. mánudaga til föstudaga á eftirfarandi hátt.

  • 33% álag á tímabilinu frá kl. 17:00 – 24:00 mánudaga til föstudaga.
  • 45% álag á tímabilinu frá kl. 00:00 – kl. 08:00 alla daga svo og um helgar.

Eftir 1.5.2024 gildir: 

Vaktaálag greiðist á þann hluta 38,45 vinnustunda að meðaltali á viku, sem falla utan tímabilsins kl. 08:00 – 17:00. mánudaga til föstudaga á eftirfarandi hátt.

  • 31% álag á tímabilinu frá kl. 17:00 – 24:00 mánudaga til föstudaga, svo og frá kl. 08:00 – 24:00 um helgar.
  • 45% álag á tímabilinu frá kl. 00:00 – kl. 08:00 alla daga.

ATH. Frá 1.5.2024 verða greidd neysluhlé tekin upp í vaktavinnu eingöngu.