Desemberuppbót

Desemberuppbót árið 2024 er 106.000 kr. fyrir fullt starf. Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.

Fullt starfsár telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.  Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við  starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.  Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót árið 2024 er 58.000 kr. fyrir fullt starf. Hún greiðist út eigi síðar en 1. júní.

Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofs og desemberuppbótar.

Sama gildir ef kona þarf að öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.

Sjá nánar hér: Kjarasamningur milli MATVÍS og Samtaka atvinnulífsins