Skilyrði: Að umsækjandi hafi greitt í sjóði félagsins í a.m.k. 12 síðustu mánuði.
Hafi viðkomandi verið fullgildur félagsmaður næstliðið ár þá á hann rétt á styrk til forvarnar, líkamsræktar, þ.e. allt að 60% gjalds og aldrei hærri upphæð en kr. 50.000 á hverju 12 mánaða tímabili.
Styrkur verður greiddur ef félagsmaður sýnir löggilta kvittun þar sem fram kemur að hann hafi greitt fyrir sig amk. 30 skipta kort í viðurkenndri líkamsræktarstöð eða íþróttafélagi, að því tilskyldu að það sé til 3ja mánaða eða lengra.