Matjurtaræktun, pylsugerð og indversk matarmenning

Þrjú spennandi námskeið eru á dagskrá á sviði matvæla og veitingagreina hjá Iðunni fræðslusetri í aprílmánuði.

Þann 13. apríl verður haldið námskeið sem ber yfirskriftina Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum. Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.

Pylsugerð verður viðfangsefni námskeiðs sem kennt verður 27. apríl. Markmið námskeiðsins er að auka færni við pylsugerð. Fjallað er um pylsutegundir, uppskriftir og hráefni, um farslögun, kjötmiklar pylsur, garnir kryddun, suðu og kælingu. Farið er yfir vinnslu á mismunandi pylsum. 

Loks verður þann 29. apríl námskeið sem kallast Indversk matarmenning. Á námskeiðinu er farið yfir fjölbreytileika í indverskum kryddum og mat. Farið er yfir fjölbreytt krydd með það að markmiði að prófa, snerta, smakka og fylgjast með notkun á kryddum og skilja mikilvæga eiginleika þeirra til að sporna gegn sjúkdómum og ýta undir jafnvægi í lífinu með réttum hugsanahætti, mataræði, lífsstíl og notkun jurta.

Upplýsingar um þessi námskeið og fleiri má sjá hér.