Hvíldartími á hverjum sólarhring reiknað frá byrjun vinnudags skal vera 11 tímar samfelldir.
Heimilt er í undantekningartilfellum að stytta hvíldina niður í 8 klst. og skal hver klst. í skerðingu á tímunum bætt sem 1,5 klst.
Dæmi: Fáist einungis 8 tíma hvíld skal það sem á vantar 11 tímana bætt þannig: 3×1,5 eða 4,5 tímar í dagvinnu.
Sama gildir þó frídagur sé daginn eftir t.d. ef einungis 8 tíma hvíld fæst áður en reglubundin vinna ætti að hefjast ef vinnudagur væri daginn eftir, skal það bætt á sama hátt og dæmið að ofan sýnir.
Heimilt er að greiða út ½ kls. (dagvinna) af frítökurétti óski starfsmaður þess.