Fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna

Fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna verður haldin í sextánada sinn dagana 13. og 14. mars 2024. Keppnin fer fram í Húsi fagfélaganna, Stórhöfða 31. Afhending verðlauna verður á sama stað 16. mars.

Þátttöku í keppnina þarf að tilkynna til ritara keppninnar Björk Guðbrandsdóttur.
Sími: 557-6406 eða 860-9238. Netfang: bjorkfotos@yahoo.com.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna.

Þar segir að keppnin fari fram í fimm flokkum:

 • Eldaðar vörur
  Allar vörur sem eru soðnar svo sem slátur, álegg, hangikjöt ofl.
 • Sælkeravörur
  Allar hráverkaðar vörur eins og spægipylsur, þurrkaðir vöðvar ofl.
 • Soðnar pylsur
  Allar soðnar pylsur.
 • Kæfa / Paté
  Allar soðnar/bakaðar, kæfur/paté
 • Nýjungar
  Allar vörur sem þér teljið vera nýjar á markaði, hvort sem eru soðnar, bakaðar eða hráar.

Aukakeppni:
Eins og í síðustu keppnum þá fer fram aukakeppni þar sem lax og silungur er aðal varan. Keppt
verður um besta reykta / grafna laxinn og um besta reykta / grafna silunginn.

Nánari upplýsingar

Hver kjötiðnaðarmaður getur sent inn allt að 10 vörur með þeim fyrirvara þó að varan sé ekki eins að gerð, útliti eða nafni. Til að geta unnið titilinn „Kjötmeistari Íslands 2024” þarf meginuppistaðan í að minnsta kosti 3 vörum að vera úr mismunandi kjötflokkum. Búgreinafélögin veita verðlaun fyrir bestu vöruna unna úr lambakjöti, úr svínakjöti, úr nautakjöti, úr hrossakjöti og úr alifuglakjöti og þarf því að tilgreina hver sé megin kjöttegund í vörunni.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu vöruna úr flokknum; eldaðar vörur, sælkeravörur, soðnar pylsur, kæfur og paté og nýjungar.

Þær 5 vörur sem flest stig hljóta frá hverjum keppanda telja í lokin til titils kjötmeistara íslands, en þann titil hlýtur eins og áður sá sem flest stig hlýtur í heildina.

Allar vörur sem tilheyra kjötiðnaðinum eru gjaldgengar, eins og verið hefur í fyrri keppnum, hvort sem þær eru unnar úr kjöti, fisk, fuglum, innyflum eða allt það sem að menn telja að tilheyri faginu.

Þær vörur sem allajafnan eru seldar ósoðnar eins og t.d. hangikjöt skulu samt sem áður vera soðnar áður en þær eru sendar í keppnina, það er til hagræðis og tímasparnaðar í dómarastörfum.

Þátttakendum er bent á að við dóma er tekið tillit til ytra útlits vörunnar og frágangs og eru aðilar hvattir til að sýna metnað og stolt í samræmi við þá fagmennsku sem við viljum sýna í þessari keppni. Vönduð og metnaðarfull vinnubrögð eru ætíð til sóma.

Dómarar munu vera að störfum miðvikudag og fimmtudag allt eftir fjölda innsendra vara.

Áhugasamir eru velkomnir að koma og fylgjast með dómurum að störfum. Verðlaunavörur verða sýndar á svæði Meistarafélags kjötiðnaðarmanna hjá MATVÍS eftir að dómarar hafa lokið störfum sínum, og verða þær merktar keppanda og fyrirtæki.

Meðfylgjandi myndir eru frá Íslandsmóti iðngreina, sem fram fór í Laugardalshöll 2023.