Samningurinn samþykktur með miklum meirihluta atkvæða

Félagsmenn hafa samþykkt nýjan kjarasamning MATVÍS og Samtaka atvinnulífsins. Samningurinn var samþykktur með ríflega 76% greiddra atkvæða.

Kosningaþátttaka var með ágætum. Tæplega 33% félagsmanna greiddu atkvæði um samninginn. Til samanburðar var hlutfallið um 28% þegar lífskjarasamningurinn var samþykktur.

Ný kaupskrá hefur tekið gildi og afturvirkar launahækkanir því orðnar að veruleika. Tölulegar upplýsingar má sjá hér að neðan. PDF skjal með sömu upplýsingum má hlaða niður hér.