HVAÐ ER MATVÍS?

MATVÍS er félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, þ.e.a.s. bakara, kökugerðarmanna, framreiðslumanna, kjötiðnaðarmanna, matreiðslumanna, nema og annara sem starfa við framreiðslu,

GILDIN OKKAR

Að vinna að aukinni starfsmenntun á því sviði er sambandið tekur til bæði að því er snertir iðnnám, framhaldsnám, svo og aðra starfsþjálfun og fræðslustarfsemi hverskonar.

SAMEIGINLEGUR SJÚKRASJÓÐUR

Tryggjum félagsmönnum gagnkvæm réttindi í veikinda og slysatilfellum, m.a. með aðild að sameiginlegum sjúkrasjóði.

DAGPENINGAR OG STYRKIR

Athugið að allir styrkir eru framtalsskyldir. Styrkir eru ekki greiddir afturvirkt þ.e. þeim skal framvísa á því ári sem að úttekt fer fram.

04.des 2020

Tómatsósan vinsælust á pylsuna

Tómatsósan varð hlutskörpust í könnun MMR um meðlæti með pylsum í brauði. Samkvæmt könnuninni velja 91% landsmanna tómatsósu í pylsubrauðið. 85% setja steiktan leik á pylsuna en 74% pylsusinnep. Remúlaðið velja 66% landsmanna en hráan lauk 60%. Fjórðungur velur eina með öllu.   Þetta kemur fram á vef MMR. Pylsan hefur stundum verið nefnd þjóðarréttur …

Lesa meira

01.des 2020

Engar breytingar til 9. desember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi fram til 9. desember næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ákvörðun um þetta var kynnt nú fyrir hádegi á miðvikudag.   Vonir höfðu verið bundnar við að til stæði að rýmka sóttvarnarreglur. Jakob Einar Jakobsson, fulltrúi veitingamanna …

Lesa meira

24.nóv 2020

Desemberuppbót fyrir 15. desember

Desemberuppbót á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er 94.000 kr. og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þetta kemur fram á vef Samiðnar. Vika er nú í mánaðamót en þá fá flestir launþegar uppbótina greidda út.   Samiðn, sem er samband iðnfélaga, bendir á að starfsmenn sem hafa verið …

Lesa meira

20.nóv 2020

Heimabakstur í hagnaðarskyni óheimill án leyfa

Heimabakstur í hagnaðarskyni er ólöglegur, án tilskylinna leyfa, og þeir sem selja bakstur sinn þurfa að uppfylla sömu kröfur og bakararar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í fyrrakvöld. Þar var fjallað um Söru Bernhardt-smákökurnar, sem njóta mikilla vinsælda fyrir jólin, og svartan markað sem myndast hefur þeirra vegna fyrir jólin.   Í frétt RÚV …

Lesa meira

19.nóv 2020

Vottun vegna lífrænna matvæla

Matvælastofnun bendir á að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli, eða flytja inn lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu, þurfi að tilkynna starfsemi sína til eftirlitsaðila og vera sjálfir með lífræna vottun.   Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar en stofnunin hefur farið þess á leit við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að það gangi …

Lesa meira