Kosning um nýja kjarasamninga milli MATVÍS og Samtaka atvinnulífsins er hafin. Kosningin, sem er rafræn, stendur yfir í heila viku eða til klukkan 11:00 fyrir hádegi miðvikudaginn 21. desember.
Samningarnir, sem gilda til 31. janúar 2024, voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og kveða meðal annars á um 6,75% launahækkanir og hækkanir desember- og orlofsuppbóta.
Nánar má kynna sér efni þeirra hér.
Sameiginlegir fundir fagfélaganna um nýgerða kjarasamninga verða í hádeginu í dag á Grand hótel, á morgun á Stórhöfða og í Hofi á Akureyri á föstudaginn. Nánar hér.