Breytingar í september: Gæludýr og áskilin þrif

Minnt er á að þær breytingnar hafa verið gerðar að heimilt verður frá 1. september að hafa gæludýr í Grímsnesi 2. Einnig er minnt á að þeir sem bóka íbúðir félagsins á Akureyri og í Reykjavík greiða nú fyrir þrif á íbúðunum.

Þessar breytingar byggja á ákvörðun stjórnar sem tekin var í kjölfar skoðanakönnunar þar sem hugur félagsmanna til þessara atriða var kannaður. Sjá nánar hér.

Eigendur gæludýra eru vinsamlegast beðnir um að fara vel yfir reglur sem gilda um hundahald í Grímsnesi 2. Mikilvægt er að þeim reglum sé fylgt í hvívetna, svo hægt verði að halda þessu óbreyttu.