
Opnað hefur verið fyrir bókanir orlofseigna félagsins á nýju ári. Tímabilið sem hægt verður að bóka er frá 5. janúar til 24. maí 2024, að undanskildum páskum. Páskar verða auglýstir sérstaklega, þegar nær dregur.
Í gildi er reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Orlofshúsin eru bókuð á orlofsvefnum.
Við minnum á að íbúð félagsins í Reykjavík var tekin í gegn á dögunum.




