Endurbótum lokið í Ljósheimum

Endurbótum á íbúð félagsins í Ljósheimum er lokið. Vatnslögn gaf sig í íbúðinni í vor en við það tilefni var ákveðið að ráðast í gagngerrar endurbætur.

Skipt var um gólfefni í íbúðinni, að baðherbergi undanskildu, ný húsgögn voru keypt og nýjar innréttingar smíðaðar. Á baðherbergi var skipt um sturtuklefa, handlaug og klósett. Loks var skipulagi íbúðarinnar breytt lítillega, svo hún er í dag opnari og bjartari en áður.

Kappar ehf. smíðuðu nýju eldhúsinnréttinguna og sáu um verkið frá upphafi til enda.

Það er mikið gleðiefni að geta boðið félagsmönnum að leigja íbúðina í Ljósheimum á nýjan leik. Eins og sjá má hér að neðan tókust framkvæmdirnar afar vel.

Fleiri myndir má sjá á orlofsvefnum.