Í nýjasta hlaðvarpsþætti IÐUNNAR, Augnablik í iðnaði, er rætt við Evu Maríu Sigurbjörnsdóttur, framleiðslustjóra hjá Eimverk, en hún er formaður Samtaka íslenskra eimingarhúsa.
Eva María telur styrk liggja í því að litlu eimingarhúsin standi saman. Þau séu í raun og veru að fara skosku leiðina þar sem Skotar líta aldrei á innanlandsmarkað sem samkeppni því markaðurinn fyrir utan landssteinana er alltaf stærri.
Eva er fróð um sögu íslenskrar áfengisframleiðslu og neyslu. „Við Íslendingar erum hræddir við áfengi og felum áfengissölu Íslands mjög mikið,“ segir hún. Eva vill leggja áherslu á að í stað þess að setja fókusinn á að fólk eigi ekki að drekka að þá eigi miklu frekar að kenna þeim ábyrga neyslu sem hafa aldur til. „Svona eins Frakka gera,“ segir Eva.
Ólafur Jónsson stýrir þættinum og fara þau Eva um víðan völl enda umræðuefnið óþrjótandi.