Veitingastöðum bætt tekjutap

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna.

Þordís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og staðgengill fjármálaráðherra kynnti aðgerðirnar í dag. Þær eru hugsaðar til að styðja við veitiangastaði sem hefur verið gert að loka vegna yfirstandandi sóttvarnaaðgerða. „Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ er haft eftir ráðherranum á Vísi.

Fram kemur að áður hafi verið miðað við að lágmarki 40 prósenta tekjufall en það verði fært niður í 20 prósent. Styrkirnir breytist eftir tekjufallinu allt frá 20 prósentum upp í 60 prósent og væru hugsaðir til greiðslu launa. Styrkur getur ekki verið hærri en 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufall væri frá 20 prósentum upp í sextíu prósent en 600 þúsund á hvert stöðugildi ef tekjufallið væri meira en 60 prósent. Hámarksstyrkur á hvert fyrirtæki getur ekki verið hærri en tíu til tólf milljónir króna.