Veiðikort næsta árs er nú aðgengilegt á orlofsvefnum. Kortið veitir aðgang að 37 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Það gildir fyrir einn fullorðinn en börn 14 ára og yngri veiða frítt í fylgd með korthafa.
Kortið er á sama verði og í fyrra, 5.000 krónur, og er tilvalið í jólapakkann. Vegleg handbók fylgir hverju korti. Nánari upplýsingar má finna hér.
Við minnum líka á að jólaball Matvís verður haldið að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, sunnudaginn 11. desember frá kl 15:00-17:00. Dansað verður í kring um jólatré, veitingar verða í boði og jólasveinar gefa börnum jólapakka. Aðgöngumiðar eru keyptir á orlofsvefnum. Ekki verður hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð fyrir fullorðinn er 1.500 krónur en miði fyrir börn kostar 700 kr.