Vefnámskeið IÐUNNAR

Þrátt fyrir að nú styttist í endann á námskeiðahaldi IÐUNNAR fræðsluseturs þetta starfsárið er rétt að vekja athygli á vefnámskeiðum sem alltaf standa fróðleiksfúsum til boða.

Þrjú vefnámskeið í matvæla- og veitingagreinum standa til boða. Eitt námskeiðið heitir Sterk vín.

„Markmið þessa vefnámskeiðs er að kynna nánar framleiðslu og eimingu á sterku víni. Fjallað verður um áhrif umhverfis, val á hráefni og sérstöðu sterkra drykkja s.s. vodka og vískís. Að smakka vískí, um bragð, áhrif umhverfis, framleiðsluaðferð og einkenni sterkra drykkja,“ segir í kynningu. Námskeiðið kostar aðeins 2.000 krónur fyrir aðila IÐUNNAR og er hægt að sækja hvenær sem er.

Næsta námskeið er ber nafnið Klassískir kokteilar. „Markmið námskeiðsins er að kynna sögu, uppruna og gerð samtals níu klassískra kokteila. Fjallað eru um hráefni, jurtir, gæði þeirra og notkun í drykkjum, um bragð, íblöndunarefni, um sour- og bitter kokteila, vinsæla kokteila o.s.frv. Kokteila sem eru ýmist hrærðir, byggðir upp eða hristir. Klassískir fordrykkir, drykkir eftir mat og drykkir sem henta sérlega vel við önnur tækifæri,“ segir á vef IÐUNNAR. Námskeiðið kostar einnig aðeins 2.000 krónur.

Þriðja námskeiðið fjallar líka um áfengar veigar. Það kallast Bjór og bjórstílar.

„Á vefnámskeiðinu er fjallað á áhugaverðan hátt um bjór og bjórstíla í helstu bjórlöndum heims s.s. í Belgíu, Bretlandi, Þýskalandi, Tékklandi og Bandaríkunum. Fjallað er um einkenni, þróun, framleiðslu og bjórmenningu landanna,“ segir í kynningunni. Um þriggja tíma námskeið er að ræða skiptist það í átta sjálfstæða hluta:

  • Inngangur um bjór og bjórstíla
  • Bjórframleiðsla
  • Belgískur bjór
  • Breskur bjór
  • Þýskur bjór
  • Tékkneskur bjór
  • Bandarískur bjór
  • Að smakka bjór

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.