Sérstakur vaxtastuðningur hefur nú komið í hlut fólks með húsnæðislán. Lög um vaxtastuðninginn voru sett í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars 2024.
Félagsfólk getur skráð sig inn á þjónustusíður Skattsins og séð þar hvort það hafi fengið vaxtastuðning. Upphæðin er ekki greidd út heldur er fjárhæðinni ráðstafað inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Sérstakur vaxtastuðningur er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali. Ekki þarf að sækja um hann.
Á þjónustusíðunni þarf fólk að tilgreina inn á hvaða lán skuli greiða. Það skal gert á tímabilinu 1.-30. júní 2024. Ef ekkert er valið verður fjárhæðin greidd inn á það lán sem er með hæstu eftirstöðvarnar, samkvæmt skattframtali.
Sérstakur vaxtastuðningur getur að hámarki orðið 150 þúsund krónur hjá einstaklingi en 200 þúsund krónur hjá einstæðu foreldri en 250 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki.