Umsóknir um orlofshús um páskana

Frá og með morgundeginum, 12. janúar, verður opið fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum félagsins daganna 31. mars til 7. apríl. Páskasunnudagur er 4. apríl.

Til að sækja um hús þarf að fara inn á orlofsvefinn. Leiguverðið fyrir vikuna er 24.000 krónur. Félagsmenn hafa mánuð til að sækja um páskavikuna eða til 12.febrúar. Þá verður henni úthlutað á grundvelli punktakerfisins.

Athugið að tilkynning vegna sumarleigu orlofshúsa verður birt hér á vefnum fljótlega.