Opnað verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun orlofshúsa félagsins mánudaginn 6. mars næstkomandi, klukkan 10:00. Sumartímabilið að þessu sinni er frá 2. júní til 1. september.
Hægt verður að sækja um til 27. mars. en úthlutun fer fram 3. apríl.
Leiguverð á viku, sumarið 2023, er 28 þúsund krónur.
MATVÍS á tvö sumarhús í Grímsnesi, tvö í Svignaskarði í Borgarfirði og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi í Kristjánshaga 2 á Akureyri. Hægt er að sækja um þessar eignir fyrir sumarúthlutun en auk þess á félagið íbúð í Ljósheimum í Reykjavík, sem er hægt er að bóka.
Athygli er vakin á því að nýjar myndir hafa verið teknar af húsunum í Svignaskarði og Grímsnesi.
Punktastaða ræður úthlutun
Ef fleiri en einn félagsmaður sækir um orlofshús á sama tíma fær sá húsið sem á fleiri punkta. Fái félagsmaður orlofshús/-íbúð yfir sumarmánuðina dragast punktar frá eftir því hvenær sumarsins leigan fer fram.
Dæmi: Vegna leigu fyrstu vikurnar í júní og síðustu vikunnar í ágúst dragast tólf punktar frá. Eftir því sem nær dregur háanna tíma hækkar punktafrádráttur og verður að hámarki 36 punktar þ.e. innvinnsla þriggja ára (3 x 12 punktar).