Umsóknarfrestur um sveinspróf

Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um sveinspróf í matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum verða haldin í lok maí, byrjun júní, 2022 í Hótel og matvælaskólnanum í Kópavogi. Umsóknarfrestur í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu er til 1. apríl.

Á vef IÐUNNAR kemur fram að umsækjandi þurfi að framvísa staðfestum námssamningi, skila inn burtfararskírteini eða staðfestingu frá skóla um að hann ljúki námi á yfirstandandi önn og muni fá útgefið burtfararskírteini.

Lífeyrissjóðsyfirlit, til staðfestingar á vinnustaðanámi, þarf að fylgja umsókn. Umsókn sendist til Iðan fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104, Reykjavík. Síminn þar er 5906400.

Þegar umsóknarfrestur er liðinn og ljóst er að próf verður haldið fær umsækjandi bréf með upplýsingum um prófstað, dagsetningu, leyfis- og efnisgjald þar sem það á við, að því er fram kemur á vef IÐUNNAR.