Umhverfisstofnun hefur ýtt úr vör könnun um matarsóun í veitingarekstri. Könnunin snýr að matarsóun í eldhúsi veitingastaða og mögulega áhrifaþætti sem gætu ýtt undir það.
Fram kemur í kynningu að þátttaka sé stofnuninni mjög mikilvæg og að aðeins taki um fimm mínútur að svara könnuninni.
„Fyllsta trúnaðar og nafnleyndar er gætt og eru svör ekki persónurekjanleg. Niðurstöður verða einungis nýttar til greiningar hjá Umhverfisstofun,“ segir í kynningartexta áður en könnunin er tekin.