Tvö námskeið fyrir starfsfólk í þjónustustörfum

Tvö ný fjarnámskeið eru á döfinni hjá IÐUNNI fyrir fólk í matvæla- og veitingagreinum. Þann 9. júní fara annars vegar fram námskeið fyrir fólk í framlínu og þjónustu, eins og það er kallað. Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakanda í þjónustu við viðskiptavini. Námskeiðið er tvískipt. Í 32 mínútna vefnámi er fjallað um leiðir  til þess að auka gæði í þjónustu, um viðskiptavininn, að takast á við kvartanir, um  sölumál og fl. Í seinni hlutanum er vinnustofa í streymi, 45 mínútur, þar sem unnið er með raundæmi sem tengjast viðfangsefninu.

Hitt námskeiðið heitir framlínustjórnun en markmið þess er að auka færni framlínustjórnenda, millistjórnenda og vaktstjóra. Námskeiðið er tvískipt. Í vefhluta námsins sem er samtals 72 mínútur er fjallað er um verkefni millistjórnenda, hagnýt atriði sem tengjast samskiptum á vinnustað, um starfsmannamál, um leiðir til að takast á við erfið mál á vinnustað, að stýra hópi jafningja og ýmis hagnýt ráð – árangurslykla sem nýtast vel í starfi framlínustjórnefnda.  Í framhaldi er handleiðsla í boði fyrir þátttakendur, að því er fram kemur í lýsingu á námskeiðinu á vef IÐUNNAR.

Sjá nánar hér.