Tvö námskeið standa meðlimum IÐUNNAR til boða á matvæla- og veitingasviði á Akureyri í næstu viku. Annars vegar er um að ræða námskeið sem heitir „Stjórnun að hætti vaktstjórans“, sem kennt er eftir hádegi miðvikudaginn 23. júní.
Námskeiðið er hugsað fyrir vaktstjóra og millistjórnendur í ferðaþjónustu. Fjallað erum stjórnun, ábyrgð, samskipti á vinnustað, jafningjastjórnun og bæði um mannauðsmál og verkefnastjórnun.
Námskeiðið er kennt frá 14:15 til 17:00 í Skipagötu 14 á Akureyri. Kennari er Jóhanna Hildur Ágústsdóttir.
Daginn eftir, á fimmtudag, er á sama stað kennt námskeið sem heitir „Þjónusta og upplifun viðskiptavinarins“. Námskeiðið er fyrir framlínustarfsfólk. Þar er fjallað um þjónustu og leiðir til að hafa áhrif á upplifun viðskiptavinarins á þjónustu fyrirtækisins. Rætt er um tegundir þjónustu, væntingastjórnun og fleira.
Námskeiðið er kennt á milli klukkan 09:15 og 12:00 í Skipagötu. Jóhanna Hildur kennir einnig námskeiðið.
Nánari upplýsingar má finna hér.