Þrjú námskeið í nóvember

Þrjú námskeið á sviði matvæla og veitingagreina eru á dagskrá IÐUNNAR fræðsluseturs í nóvember.

13. nóvember fer fram námskeið sem ber yfirskriftina Slappaðu af. Þetta námskeið er ætlað starfsfólk í matvæla og veitingagreinum sem vilja læra um einkenni og forvarnir gegn kulnun, örmögnun og veikindum sem tengjast streitu og álagi. Hugrún Linda Guðmundsdóttir kennir námskeiðið sem er 6 klukkustundir að lengd. Námskeiðið er kennt í Hlíðarsmára 14.

Þann 21. nóvember er á dagskrá námskeið í súrkálsgerð. Áhersla er lögð á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu og farið yfir hvernig mataræði og mjólkursýrugerlar geta haft jákvæð áhrif. Einnig skoðað hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvað er til ráða. Rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum og súrkáli í tengslum við heilsu. Praktískt, skemmtilegt, fræðilegt og bragðgott námskeið. Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir kenna námskeiðið, sem er kennt í Dunhaga 7.

Loks er þann 28. nóvember á dagskrá námskeið sem heitir Hátíðar paté og grafið kjöt. Námskeiðið er jafnframt kennt 29. nóvember, 5. desember og 6. desember. Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði við bæði patégerð og að grafa kjöt. Farið er yfir helstu þætti sem snúa að framleiðslunni, t.d. val og snyrting hráefna, val á kryddum og vinnsluaðferða.

Innifalið í námskeiðinu er það hráefni sem snýr að hverjum þætti námskeiðsins. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem vilja öðlast aukna innsýn í mismunandi vinnsluþætti kjötvara. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Kennarar eru Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson. Námskeiðið er kennt í Húsi fagfélaganna, Stórhöfða 31.