Þrjú námskeið á döfinni

Þrjú námskeið á sviði matvæla- og veitingagreina eru á dagskrá IÐUNNAR fræðsluseturs það sem eftir lifir marsmánuðar.

Þann 16. mars, á morgun, fer fram vefnámskeið í framlínustjórnun, eða front line managers. Námskeiðið er kennt á ensku að þessu sinni. Hér á eftir fer ensk lýsing á námskeiðinu:

A comprehensive management course for frontline managers. The goal of the course is to increase the proficiency of restaurant managers. The course will cover general management and leadership responsibility, communication, human resource management, handling conflicts, peer management, project management etc.

Þann 23. mars fer fram námskeið sem kallast Vín 1. Þetta námskeið verður aftur á dagskrá 29. mars, 6. apríl og 12. apríl. Um er að ræða átta klukkustunda námskeið sem kennt er á ensku. Hér á eftir fer ensk lýsing á námskeiðinu og markmiðum þess:

The course will cover basic stages of grape growing and wine making, the main types of wine styles, principal grapes, and information on the best way to store and serve wine.

Learning Outcome

1. Understanding of grape growing and wine making. 2. Understanding the principal grape varieties and the wine styles they produce – basics  3. Understanding the importance of adequate storage.

Þriðja og síðasta námskeiðið í marsmánuði kennir nemendum að elda grænmetisrétti. Námskeiðið, sem fer fram 30. mars er hugsað fyrir matreiðslumenn, matráða og matsveina.

Markmið námskeiðsins er að auka færni í gerð grænmetisrétta með áherslu á nýtingu hráefnis, frumleika og sköpunarkraft. Áhersla er lögð á vöruþekkingu á grænmeti, á meðhöndlun og nýtingu þess í matreiðslu á mismunandi matréttum. Fjallað er um samsetningu réttanna og tækifæri til þess að auka fjölbreytni í matseld. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku um umræðum um tækifæri til þess að skapa aukin verðmæti úr hráefni. Sýnikennsla og smakk.