Alls 196 þúsund manns höfðu sótt ferðagjöf stjórnvalda 23. febrúar síðastliðinn. Þar af höfðu 158 þúsund manns nýtt gjöfina, fyrir alls 768 milljónir króna.
Á vef stjórnarráðsins kemur fram að 36% upphæðarinnar rann ttil kaupa á veitingum. 26% var nýttur til kaupa á afþreyingu, önnur 26% í gistingu og 12% í samgöngur.
Á vefnum kemur líka fram að 560 rekstraraðilar hafi sótt um viðspyrnustryki í fyrstu vikunni eftir að opnað var fyrir umsóknir hjá Skattinum. Þegar hafi verið greiddar 194 milljónir króna í slíkan styrk til 154 rekstraraðila. Strykjunum er ætlað að aðstoða rekstraraðila við að viðhalda lágmarksstarfsemi á meðan heimsfaraldurinn gengur yfir.
Eitt af skilyrðum fyrir styrknum er að dregið hafi úr tekjum um 60% eða meira, vegna áhrifa COVID-19.