Þriðja námskeiðið um lífeyristöku

Þar sem að færri komust að en vildu á námskeið um lífeyrismál, sem fram fara þriðjudaginn 9. nóvember og miðvikudaginn 10. nóvember hefur verið ákveðið að halda annað aukanámskeið. Það verður haldið fimmtudaginn 10. nóvember, klukkan 17:00. Námskeiðið verður haldið í fundarsalnum á Stórhöfða 31, á jarðhæð, eins og hin fyrri. Fagfélögin standa sameiginlega að námskeiðunum.

Skráning á námskeiðið fer fram í síma 5 400 100. Einnig er hægt að skrá sig hér. Athugið að makar eru velkomnir á námskeiðið, að undangenginni skráningu, en hámarksfjöldi er 60 manns.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti lífeyriskerfisins og hvernig það virkar. Rætt verður um stoðirnar sem mynda lífeyrisgreiðslur og reynt að svara ýmsum spurningum sem varða lífeyrismál.

Sjá dagskrá námskeiðisins hér.