MATVÍS hefur skipulagt ferð fyrir eldri félaga. Farið verður fimmtudaginn 30.ágúst og er mæting á Stórhöfða 31, húsnæði MATVÍS, klukkan 9:30. Rúta mun sækja mannskapinn og keyra til Landeyjahafnar, þar sem Herjólfur bíður okkar og flytur yfir til Vestmanneyja klukkan 12:45.
Ýmislegt verður brallað þar og á að taka bátinn til baka klukkan 18:45.
Verð fyrir manninn í ferðina er 3000 kr. og er allt innifalið í því.

Vinsamlega hafið samband á skrifstofu MATVÍS í síma 580-5240 eða á e-mail matvis@matvis.is til að skrá þátttöku. Makar velkomnir með.