Það voru stíf fundarhöld á föstudaginn og svo stuttur fundur á laugardaginn.
Okkur hefur verið boðið upp á að við tækjum kjarasamning Flóabandalagsins og VR með smávægilegum tilfærslum.
Það sem okkur var boðið á föstudaginn var ekki ásættanlegt og var því hafnað á laugardaginn. Við vildum láta laga aðeins til hjá okkur þar sem launataxtar MATVÍS eru mun lægri en annarra iðnaðarmanna.
Við höfum verulegar áhyggjur á að fá ekki fólk til þess a mennta sig þegar sá sem hefur lagt á sig tveggja ára fagnám verður með launataxta í lok samningstímans kr. 282000 í mánaðarlaun á sama tíma og lágmarks tekjutrygging er kr. 300.000.
Það þarf að taka til í launatöflunum og breyta þannig að fólk sem hugsar sér að mennta sig sjái einhvern ávinning í því þegar launatöflur eru skoðar.
Verkfallastjórnin er byrjuð að undirbúa verkfallsvaktina og mætir á fund í dag til þess að fara yfir verkferla og annað með verkfallstjórnum annarra félagar með lögmanni sem hefur sér þekkingu á þessu sviði.
Það er fundur hjá Ríkissáttasemjara kl. 15:15 í dag
Níels Sigurður Olgeirsson formaður MATVÍS